Blikklausnir - Um Okkur
Gæði, Fagmennska og Framsækni

Um okkur

Blikklausnir voru stofnaðar seint árið 2016 af þeim Sverri Jóhanni og Gauta Fannari. Voru þeir komnir í fulla vinnu við drauminn sinn vorið 2017.
Það sem byrjaði sem lítil blikksmiðja með áherslu á áfelluvinnu, rennur og loftræstingar, tók fljótt kipp. Þegar komið var fram á mitt ár 2017 hafði starfsfólkið tvöfaldast og verkefnin streymdu inn.

2019 markaði tímamót þegar fjárfest var í fyrstu sérhæfðu vélunum og tekið húsnæði til leigu til að sérsmíða áfellur og klæðningar.
Fljótlega var fyrirtækið komið með sterkan grunn og marga fasta viðskiptarvini og 2020 fluttu Blikklausnir í stærra húsnæði (350m²) með sex manna teymi og öflugum tækjakosti.

2022 varð stórt stökk fram á við þegar fyrirtækið flutti í eigið húsnæði að Krókhálsi 3. Sama ár sameinuðust þau við Blikksmiðju Einars, sem var mikil lyftistöng og opnaði dyr að stærri og fjölbreyttari verkefnum.

Í dag, árið 2025, eru 16 starfsmenn hjá Blikklausnum og verkfærakosturinn orðinn einn sá besti á landinu.

Kastventill
Þakventill
Áfellur & Klæðningar

Þakklæðningar, þakventlar, þaklúgur, veðurhlífar og sérsmíði eftir pöntun

Sérfræðingar í loftræstingu fyrir íbúðir með háþróuðum loftskiptakerfum inn og út

Allt frá smáatriðum til stórra lausna í blikki og loftræstingu

Einn af fyrstu blikksmiðjunum til að vinna með plaströr í steypta plötu

Fagmennska með Meistaragráðu

Báðir stofnendur, Gauti og Sverrir, útskrifuðust með meistaragráðu í blikksmíði árið 2023 og hafa komið fyrirtækinu í fremstu röð í faginu.

Blikklausnir eru einnig virkir félagar í F.B.E – Félagi Blikksmiðjueigenda, sem starfar undir Samtökum iðnaðarins.

Meistarabréf
Meistarabréf
Við erum Blikklausnir