Loftræstikerfi
Ný kynslóð loftræstikerfa

AHRP 160 PLUS

AHRP 160 PLUS er háþróuð loftræstilausn sem tryggir hreinna loft og betri lífsgæði án þess að þurfa að opna glugga.
Tækið er hannað með keramik varmaskipti og sjálfvirkum stjórnbúnaði sem tryggir orkusparnað og hámarks loftgæði. Þar að auki dregur tækið verulega úr líkum á myglu í rýmum með því að viðhalda stöðugu loftflæði og stjórna rakastigi.

Tæknilegar upplýsingar

  • Hámarks loftflæði: 52 m³/h

  • Hávaðastig: 24 dB (lág stilling) – 39 dB (há stilling)

  • Aflnotkun: 4W – 7W (fer eftir stillingu)

  • Sía: G3 síukerfi (með möguleika á fínni síu)

  • Hitastig: Keramik varmaskiptir með sjálfvirkri hitastjórnun

  • Efni: PVC loftrás , ABS plast með UV-vörn

  • Stjórnun: Fjarstýring og snjallsímaforrit

  • Tengimöguleikar: Wi-Fi og Master-Slave samstilling

  • Rýmistærð: Hvert tæki hentar vel fyrir rými allt að 25 m²

ARHP160 - Loftræstikerfi

Helstu eiginleikar

  • Varmaendurvinnsla: Keramik varmaskiptirinn tryggir allt að 90% varmaendurvinnslu með því að geyma hita frá útblásna loftinu og skila honum aftur inn þegar ferskt loft er dregið inn, sem leiðir til verulegs sparnaðar á hitunarkostnaði.

  • Orkusparandi mótor: 24V DC kolalaus mótor sem tryggir langan endingartíma.

  • Sjálfvirk loftstreymisstjórnun: Skiptir sjálfkrafa milli inn- og útblásturs.

  • Hitastýring: Skynjarar mæla hita og rakastig til að viðhalda hagstæðum aðstæðum.

  • Snjallstýring: Notandi getur stjórnað tækinu í gegnum fjarstýringu eða Awenta AHR appið.

  • Hljóðlátt næturstilling: Minnkar hávaðastig á nóttunni fyrir betri svefn og fer niður í 24 dB.

  • Loftgæðaskynjarar: Skynjarar fyrir hitastig og rakastig tryggja sjálfvirka stillingu á loftflæði.

  • Minnkun á myglu: Regluleg loftskipti koma í veg fyrir rakatengda myglu í byggingum og bæta þannig inniloftið til muna.

  • Heilbrigði og vellíðan: Tækið dregur úr mengun með því að sía óhreinindi úr loftinu og tryggir stöðugt ferskt loft í skólastofum og vinnurýmum, sem bætir einbeitingu og vellíðan nemenda og starfsmanna.

Notkun og uppsetning

  • Einföld uppsetning og minniháttar rask við framkvæmdina

  • Hægt að tengja mörg tæki saman fyrir stærri rými með Master-Slave stillingu.

  • Henntar vel fyrir skólastofur, skrifstofur og aðrar byggingar þar sem góð loftræsting er nauðsynleg.

Viðhald og ending

  • Endingartími: Tækið er hannað fyrir langan líftíma með lágmarks viðhaldi.

  • Viðhald: Þarf reglulega hreinsun á síu og varmaskipti til að viðhalda hámarks virkni.

  • Skipti á síu: Mælt er með að skipta um síu á 6-12 mánaða fresti, allt eftir aðstæðum.

Vottanir og staðlar

AHRP160+ uppfyllir stranga staðla í Evrópu og á heimsvísu, sem fela í sér:

  • ISO 16890: Þetta tryggir að síurnar í tækinu fjarlægi agnir á bilinu 0,3–10 µm, þar með talið ryk, bakteríur og önnur óhreinindi.

  • EN 13141-8: Evrópskur staðall sem nær yfir afköst loftræstikerfa með hitaendurheimt, þar sem áhersla er lögð á skilvirkni og orkunýtingu.

  • DIN 53438-3 (F1): Eldvarnarstaðall fyrir síur, sem tryggir hámarks öryggi í notkun.

  • ASTM E2149-13a: Málning með bakteríudrepandi eiginleika, sem tryggir aukið hreinlæti.

  • IP33 verndarflokkur: Tækið er varið gegn föstum hlutum stærri en 2,5 mm og vatnsskvettum

Möguleiki á viðbótum

AHRP160+ býður upp á fjölbreytta möguleika fyrir viðbætur sem bæta virkni og loftgæði í rými. Meðal þeirra eru:

  • CO₂ skynjari: Það er hægt að bæta við VSHC skynjara sem mælir styrk koldíoxíðs og rakastig í rýminu. Skynjarinn getur sjálfkrafa aukið afkastagetu tækisins ef CO₂ eða raki nær yfirsettum mörkum.

  • Hita- og rakastýring: Tækið er einnig samhæft við rakaskynjara sem stjórnar loftflæði eftir mælingum.

  • Fjartenging: AHRP160+ styður við fjartengingu í gegnum viðmót eins og MODBUS fyrir samhæfingu við ytri stýringarkerfi.

Þjónusta og viðhald

Blikklausnir ehf. er þjónustu- og söluaðili fyrir AHRP160+ tækið á Íslandi. Við bjóðum upp á allar nauðsynlegar rekstrarvörur eins og síur, skynjara og annan fylgibúnað. Við tryggjum einnig áreiðanlega uppsetningu og þjónustu fyrir tækið.

Fyrir frekari upplýsingar og pantanir:

    Nafn *
    Netfang *
    Símanúmer
    Skilaboð *
    Viðhengi